Vandamálið er meðferð tóbaks - ekki áfengis.

Þegar veitingastöðum var gert að úthýsa reykingafólki fluttist partíið út á götu - að hluta til.

"Vaxandi ónæði af skemmtistöðum" stafar ekki af þeirra innanhúss starfsemi - sem hefur lítið breyst í áranna rás. En auðvitað má (í tilraunaskyni?) stíga skrefið til fulls og banna líka áfengisneyslu inni á skemmtistöðunum.

Þá fyrst verður hægt að tala um almennilegt gangstéttarfjör!


mbl.is Þorleifur segir sig úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég tek í nefið einu sinni á ári þegar mig langar að hnerra rækilega og þar með er upptalin öll mín tóbaksnotkun.  Mér finnst samt, eða þess vegna, rúmlega sjálfsagt að reykingamenn fái að reykja ef veitingamenn leyfa það.

Viljum við  hafa fólk á þingi sem stjórnar okkur eins og börnum?

Sigurður Þórðarson, 22.5.2010 kl. 18:50

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður, væntingar mínar til núverandi þingliðs eru slíkar að af einskærum kvikindisskap bíð ég spennt eftir tilskipun um bleikt og blátt fyrir alla aldurshópa...

Kolbrún Hilmars, 22.5.2010 kl. 19:44

3 identicon

Hahahah þið eruð nú bara frábær. En Kolla þú ert svo nákvæmlega með þetta því þarna liggur einmitt hundurinn grafinn.

(IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 22:52

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ætli hundurinn hafi ekki grafist undir forræðishyggjunni?

Sumum liggur svo mikið á að "betra" mannlífið að þeir hugsa ekki dæmið til enda.

Kolbrún Hilmars, 23.5.2010 kl. 15:37

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS. Í þessu samhengi er gagnlegt að gera tilraun á lygnum polli. Prófa að kasta steini í hann miðjan og fylgjast með því hvernig hann gárast - utar og utar. Eftir því sem pollurinn er minni þeim mun meiri áhrifum veldur steinkastið.

Kolbrún Hilmars, 23.5.2010 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband