Höfum við "efni" á því að leggja niður landbúnaðarráðuneytið?

Þessi málaflokkur á varla heima undir einhverju almennu Atvinnumálaráðuneyti.

Greinilega þarf ráðuneytið að fást við flóknari og alvarlegri málefni en aðeins atvinnuhliðina. Ýmsir aðrir duttlungar náttúrunnar eiga það líka til að hafa áhrif á matvælaframleiðsluna í landinu.

Núna er við afleiðingar eldgoss að eiga og eins og fræðingar segja alloft þessa dagana "Ekkert bendir til þess að gosinu sé að ljúka".


mbl.is Staða bænda rædd á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS. Miðað við umræðuna er líklegt að einhverjir haldi að landbúnaður varði eingöngu rollubúskap. Til áréttingar vil ég minna á að undir landbúnaðarráðuneytið heyrir öll íslensk matvælaframleiðsla á þurru landi. Þ.m.t. kjöt, mjólk, kartöflur, grænmeti, korn, ávextir - jafnvel blómarækt.

Kolbrún Hilmars, 16.5.2010 kl. 17:48

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Steingrími og Jóhönnu er nákvæmlega sama um allt landbúnaðar og sjávarútvegs kjaftæði.  Það er vegna Evrópusambands aðildar sem þarf að lostna við þessi  ráðuneyti.  Þannig eru nú heillindin á þeim bæ og Össur skríkir og skekur haus af ánægju.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.5.2010 kl. 18:32

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þessu, Hrólfur. Ef Samfó draumurinn nær fram að ganga, þurfum við aðeins eitt ráðuneyti: Umboðsmanns ESB.

Kolbrún Hilmars, 16.5.2010 kl. 19:34

4 identicon

Veit ekki alveg hvaða hagræðingu á að ná fram í þeim efnum nema sleppa við að finna ráðherra sem lætur af stjórn samfóista.

En held að flestum sé ljóst sem eitthvað þekkja til matvælaframleiðslu og landbúnaðar að það á litla samleið með öðrum "nautum"  og því verður ekki um mikinn sparnað við það.

(IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband