Snubbótt frétt.

Sem áhugasamur áhorfandi að vefmyndavélaútsendingum í beinni, er ég orðin óþreyjufull eftir að fá einhverjar skýringar. Það er greinilega eitthvað að gerast þarna ofan við jökultungurnar og lónið, en hvað? Er hraunið að renna eitthvert og þá nákvæmlega hvar er það og hvert stefnir það?

Það hafa orðið verulegar breytingar á landslaginu þarna við Gígjökul síðasta sólarhring. Bæði á jöklinum og á láglendinu/lóninu neðan jökuls.

Það dugir ekki að segja bara "Hraun heldur áfram að renna til norðurs"!


mbl.is Virkni aðeins brot af því sem áður var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Málin skýrðust aðeins í ljósaskiptunum í gærkvöldi, en þá var útsýnið alveg frábært gegnum vefmyndavél Vodafone á Þórólfsfelli. Bólstrarnir voru tilkomumiklir og litskrúðugir, bæði frá gígnum og hraunflæðinu.

En forvitinn lúrir alltaf á spurningum:

Eru hraunbólstrarnir aðeins merki um hvar hraunið er búið að bræða ofan af sér jökulinn og er þá hraunið runnið lengra en bólstrarnir sýna?

Kolbrún Hilmars, 1.5.2010 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband