Dýragarðsklúður!

Að beita hundrað löggum með skotvopn á þrjú lausgangandi tígrisdýr er nú svolítil ofvirkni. Fimmtíu dýralæknar með deyfibyssur hefðu dugað.

Annars eru dýragarðar hin skemmtilegustu fyrirbæri, a.m.k. ef litið er framhjá frelsisskerðingu dýranna. Vissara er þó að sneiða hjá apabúrunum. :)

Fyrir einum 25 árum heimsótti ég dýragarðinn á Jersey. Sá dýragarður er mér ekki minnistæður að öðru leyti en því umhverfi sem górillunum er skapað. Til þess að líta þær augum þurfa gestir að ganga yfir steinbrú 15 - 20 metrum ofar heimkynnum þeirra sem er dalverpi þar sem górillurnar eru tiltölulega frjálsar miðað við lokaðan dýragarð. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði tækifæri til þess að fylgjast með háttalagi górilla þótt í hæfilegri fjarlægð væri.

Það atvik sem festi þá reynslu enn betur í minni var blaðafrétt sem ég las viku eftir að ég kom heim úr þeirri utanlandsferð. Lítill drengur, 5 ára gamall minnir mig, hafði prílað upp á handriðið á steinbrúnni og datt yfir og niður. Auðvitað varð uppi fótur og fit, þótt ekki væri nema fyrir fallið en svo vissu menn heldur ekki hver yrðu viðbrögð hinna "innfæddu" górilla.

En viti menn, ein górillan tók að sér barnið, og vakti yfir því þangað til björgunarsveit sótti það - hálfum sólarhring seinna. Þar þurfti hvorki skot- né deyfivopn!


mbl.is Lögregla á tígrisdýraveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þetta er til skammar.

Skjóta 3 tígrisdýr til bana, þótt að þau hafi ekki einusinni sloppið út af dýragarðslóðinni.

Afhverju ekki svefnlyfs byssu .. eða eitthvað.

Ekki það mikið af þessum dýrum til í heiminum til að sé hægt að vera að skjóta þetta á færi .. þótt það sleppi út úr búrinu.

ThoR-E, 25.3.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband