Bretarnir eru skemmtilegir.

Minnir mig á atvik þegar við nokkrar íslenskar stelpur á 18-19 ára aldrinum spurðum ungan löggumann til vegar. Hann var við umferðarstjórn í miðbæ einum í N-Wales. Leiðarvísinn veitti sá af sönnum riddaraskap - og lauk viðskiptunum með því að hann bauð einni úr hópnum á "deit" - sem hún þáði!
Þetta gerðist fyrir 43 árum - greinilega hefur ekkert breyst þarna syðra...
mbl.is Sjúkrabíll skutlaði stelpum sem voru að fara út á lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Fræg er saga af því að sambærilega þjónustu og þessi sjúkraflutningamaður veitti  hafi verið veitt af ákveðnum lögreglumanni í Kópvogi fyrir all nokkrum árum :)   Kannski var það bara fyrirbyggjandi aðgerð hjá honum að skutla heldur fólki fram og til baka á djammið en að láta það lenda í því að fara að keyra undir áhrifum :)

En mín reynsla af bretum er reyndar sú (sem túristi í London) að þú átt aldrei að spyrja breta 3-4 spurninga.  Þú færð svar við spurningu nr. 1 og nr. 2 en ekki við spurningu nr. 3 og þegar þú spyrð spurningar nr. 4 þá snúa þeir sér frá þér og labba burt :)

Jón Óskarsson, 20.3.2010 kl. 16:58

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þessa löggusögu úr Kópavogi hef ég aldrei heyrt þrátt fyrir að vera svo gott sem innfæddur Kópavogsbúi   En margar aðrar, svo sem eins og þessa:
Manstu eftir sögunni af matvörukaupmanninum í næsta húsi við lögreglustöðina þar í bæ?  Þegar hann skrapp yfir eftir lokun á gamlaársdag með konfektkassann til þess að gauka að hinum góða nágranna, sem launuði honum með koníaksstaupi og sektuðu síðan fyrir ölvunarakstur þegar hann settist upp í gamla sendibílinn á leið heim? Nah - líklega ekki, enda var löggan bara að stríða honum

Bresku löggurnar eru frábærar, ég hef að vísu ekki lent í þeim svona kriminalt, en ég man þó eftir einu tilviki í London þar sem ég var í hópi góðglaðra íslendinga á gangi um miðja nótt heim á hótel eftir næturklúbbarölt og hittum þær fyrir gráar fyrir járnum.  Höfðu þá lokað af heilt hverfi og við lentum heldur betur í yfirheyrslurassíu á staðnum.  En þegar löggan hafði gengið úr skugga um hver við vorum, buðust þeir til að fylgja okkur heim á hótel - ef við værum hrædd, sögðu þeir!  Geri aðrar löggur betur

Kolbrún Hilmars, 20.3.2010 kl. 17:34

3 identicon

Það er kannski rétt að leiðrétta það sem kemur fram í þessari frétt að sjúkrabílar skuli aðeins notaðir til að flytja sjúklinga.  Svo er ekki í Bretlandi þar sem umræddur sjúkrabíll er hluti af svokölluðu rabbit unit og við myndum sennilega kalla undanfara.  Þetta eru venjulegir fólksbílar (oft station bíll) og eru dreifðir víða um borgirnar og fara í bráðaútköll þar sem venjulegir sjúkrabílar komast yfirleitt ekki eins hratt áfram í umferðinni og þessir.

Annars held ég að það sé ekkert undan bretunum að kvarta og hvað er skemmtilegra á leiðinlegri næturvakt en að fá nokkrar hressar stelpur á rúntinn með sér... :-)

Agust (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 09:38

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála því, Ágúst, það verður að vera smá "galskab i systemet" svona til þess að lífga upp á tilveruna 

Kolbrún Hilmars, 21.3.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband