12.3.2010 | 19:33
Góð spurning: njóta heimilin afskriftanna?
Á meðan bankarnir voru í vörslu ríkisins eftir hrunið giltu stjórnsýslulögin, þe. jafnræðisreglan skv. 11. grein: "Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti". Á þeim tímapunkti hefði verið svigrúm til þess að leiðrétta skuldastöðu heimilanna, á jafnræðisgrundvelli við fjárglæframenn.
Nú virðist sem bankarnir hafi formlega verið afhentir kröfuhöfum bankanna og falla því væntanlega ekki lengur undir stjórnsýslulögin. Kröfuhafarnir hafa þannig sína hentisemi með hverra skuldir skuli afskrifa og hverra ekki.
Viðskiptaráðherra sagði í viðtali í dag að flöt niðurfelling skulda heimilanna væri þríþætt; sum þeirra myndu rétta sig af í kjölfarið, öðrum yrði ekki bjargað og enn önnur hefðu ekki þörf fyrir niðurfellingu. Sem er tæknilega alveg rétt, en felur samt í sér brot á jafnræðisreglunni ef stjórnvöld gerðu sér þarna mannamun. Ráðherrann gleymdi samt alveg að geta þess hvort afskriftir bankanna af hvaða tagi sem væru, kæmu stjórnvöldum yfirhöfuð nokkuð við lengur.
Fjármálaráðherra var flóttalegur í viðtalinu sem fylgdi fréttinni; þorði hann ekki heldur að segja hvernig málum væri háttað?
Forsætisráðherra sagði að auki í viðtali nýlega að hún læsi bara í fréttum rétt eins og allir aðrir um milljarðaafskriftir "umsvifamanna" hjá bönkunum en hefði sjálf þar engin áhrif.
Njóta heimilin afskriftanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.3.2010 kl. 11:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.