9.2.2010 | 19:54
Þetta var tiltölulega friðsamur og þögull febrúardagur.
Forsætisráðherrann er i fjölskyldufríi í Sviss, eða svo er sagt, og gerir ekkert af sér á meðan. Fjármálaráðherrann er bara kátur, búinn að ráða amerískan ráðgjafa í Icesave málið, hefði svo sannarlega getað gert ýmislegt verra af sér.
Norskur vítisengill var sendur til síns heima - enda eru norskir ekki í ESB. Verst að ekki var leigð breiðþota og hinir EES afbrotaenglarnir sendir með í sömu ferð. En það má auðvitað ekki, ESB vill ekki fá þá aftur. Svo höfum við nú Ramos á okkar framfæri - en það er nú reyndar ekki vegna þess að hans heimaland vilji ekki taka við honum - það erum við sem viljum ekki missa Ramos.
Svo eru fjármálakrimmarnir okkar að fá allt upp í hendurnar aftur í boði Arion! Bíð spennt eftir að Bjöggarnir fái Landsbankann afhentan aftur - en auðvitað aðeins eftir að Icesave hefur verið kippt frá og afhent almúganum!
Jamm, eða eins og konan sagði; þegar börnin gráta veit maður að þau eru í lagi - það er þögnin sem maður hræðist...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þögnin er ærandi sumstaðar. En ég bíð frétta????
(IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 22:38
Við þurfum að fara að taka til okkar ráða.
Sjá bloggið mitt: http://isleifur.blog.is/blog/isleifur/entry/1017013
ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !
Ísleifur Gíslason, 11.2.2010 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.