Gleðifréttir þriðjudagsins

Skemmtilegasta fréttin varðaði Glitni banka og Fons.  Jón Ásgeir lánaði vini sínum einhverjar krónur án trygginga og tæmdi kassann.  Síðan fór hann með kuðlaða húfuna í hendi á fund seðlabankastjóra (lesist: DO) og bað um viðbótarlán þar sem Seðlabanki Íslands (lesist: ríkissjóður og íslenskur almúgi) væri lánveitandi til "þrautavara".  Svarið var NEI og þá varð allt vitlaust hjá fjölmiðlum Jóns Ásgeirs. 

Næst skemmtilegasta fréttin er að nú eru eftirlitsaðilar að kíkja á bókhald stéttarfélaga.  Þar munu nefnilega forsvarsmenn hafa til einkaafnota kreditkort svipað og menn hafa hjá KSÍ.  Sjáum til hvort þeir veiða sem fiska í þeim polli.

Sú þriðja var framhald deilunnar  sem upphófst á milli þingmannsins Þórs Saari og athafnamannsins Vilhjálms Þorsteinssonar fyrr í vikunni.  Vilhjálmur er auðvitað réttur og sléttur bloggari úti í bæ eins og allir eiga að vita, en Jakobína Ingunn Ólafsdóttir birti einmitt skemmtilega mynd á blogginu sínu sem sýnir í hvernig "omgangskreds" við bloggarar erum að bardúsa svona hvunndags.

VÞ

Já, í það heila tekið þá var þetta ljómandi góður þriðjudagur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Æ, ég veit ekki hversu góður dagurinn var Kolbrún, þó gamall pólitíkus úr hrunaliðinu hafi ekki verið settur sem stjórnarformaður í endurreisninni í dag þá er ég  með hálfgerða velgju.

Magnús Sigurðsson, 26.1.2010 kl. 21:53

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, ég skil alveg hvernig þér líður :) En það gæti verið verra - t.d. ef myndin væri af næstu ríkisstjórn landsins! Eins gott að taka bara Pollyönnu á þetta...

Kolbrún Hilmars, 26.1.2010 kl. 22:45

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að myndin sé af hluta af raunverulegri ríkisstjórn landsins, það vantar nokkur andlit á myndina en  það myndi gera myndina lítið betri þó þeim væri skartað.

Magnús Sigurðsson, 27.1.2010 kl. 10:32

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, þú segir nokkuð! 

Kolbrún Hilmars, 27.1.2010 kl. 11:46

5 identicon

Maggi er með þetta held ég

(IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband