5.1.2010 | 17:06
Góð byrjun þrátt fyrir allt.
Loksins tókst okkur að ná athygli umheimsins varðandi Iceslave kúgunina.
Neikvæð skrif erlendu fjölmiðlanna um að "íslendingar ætli ekki að borga" eru auðvitað byggð á misskilningi - í ágústlok voru nefnilega samþykkt lög á Alþingi sem hrekja þær fullyrðingar.
Næst á dagskrá er að leiðrétta miskilninginn og vekja athygli á svínslegri framkomu bretanna, bæði hvað varðar hryðjuverkalögin og afleiðingar þeirra og fjárkúgunartilburðum þeirra síðar.
Vonandi hafa forystumenn stjórnarflokkanna vit á því að grípa nú tækifærið og reka af sér slyðruorðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gera þeir ekki, munu halda sig við það að klúðra öllu sem hægt er að klúðra.
(IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:05
Reka af sér slyðruorðið? Þú ert bjartsýn Kolbrún.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2010 kl. 18:09
Silla mín, ég er orðin alveg yfir mig bit á aðgerðaleysi þessarar stjórnarnefnu. Það eru PR menn í biðröð hér innanlands og annað eins er í boði ytra til þess að tala okkar máli. En - nei takk! Milljörðum má veita í ESB viðræður en ekki krónu til þess að verja "image" landsins.
Eins og hendi var veifað náði forsetinn því að ávinna sér hylli landans frá 1% upp í 70%. Mættu þau Jóhanna og Steingrímur J læra eitthvað af því.
Kolbrún Hilmars, 5.1.2010 kl. 18:24
Heimir, ég hef löngum verið bjartsýn :) Í þetta sinn þó sennilega ofur-bjartsýn...
Kolbrún Hilmars, 5.1.2010 kl. 18:28
Okkur hefur verið komið á þann klafa að við neyðumst til að borga skuldir óreiðumanna en það þýðir ekki að við þurfum að selja börn okkar í þrældóm nýlenduveldanna í áratugi.
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave - NEI við AGS
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Ísleifur Gíslason, 5.1.2010 kl. 18:31
Takk Ísleifur. Ég var rétt í þessu að lesa athugasemdir lesenda á The Guardian og hreifst af því hvað hinn almenni breti er skilningsríkur á okkar málstað.
Eitt lengsta innleggið þar var sérlega áhugavert og skelli því hér inn (ef tæknin er mér hliðholl - 7-9-13!):
"This is what one would call democracy in action. Like it or not Icelanders have a sovereign right to exercise their wishes, whether or not it suits the echequers of the UK or any other country.
From a number of comments I am amazed to see that some people are hostile to the notion of a nation state and it's citizens not bailing out a debt created by a private concern. When on earth did that become the norm!
Moreover there was never a blanket guarantee to non icelandic deposits so the matter should rest there. What does seem to be happening is that due to political reasons we have 2 governments (Netherlands and Uk) intent on recovering monies that they paid out voluntarily (no one in Iceland obliged them to do so). They have successfully cultured the notion in Europe and it's various organisations that they have a right to indemnity from Iceland.
Political acts thankfully do not necessarily translate into a legal obligations so Iceland should feel under no pressure to "resolve" the Icesave dispute.
Afterall when the cost of the financial calamity is costed the legally dubious compulsion on Iceland to reimburse the UK and Netherlands will pale into insignificance compared to the trillions in guarantees and bailouts foisted on western tax payers.
Perhaps it is time to let democracy take it's course."
(Ath: Athugasemd lesanda The Guardian 5/1.)
Kolbrún Hilmars, 5.1.2010 kl. 19:53
Bara að fjölmiðlafulltrúar okkar lærðu nú eitthvað af þessum ágæta Breta.
Ísleifur Gíslason, 5.1.2010 kl. 20:29
Stal þessum "breta" frá þér yfir á fésið Kolla mín
(IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 21:03
Það sem okkur vantar er vandaða, úrræðagóða og fróða upplýsingarfulltrúa til að miðla þessum málum á hreinskilinn og heiðarlegan hátt í erlendum fjölmiðlum.
Ég lýsi hér með eftir slíkum einstaklingum, og myndi þiggja góð úrræði hvert mætti leita, hvort sem er innan einkageirans eða stjórnsýslunnar eftir þeim. Við erum nefnilega á flæðiskeri stödd hvað varðar ímynd landsins og það er ekki forseta vor að kenna hversu brothætt hún er, heldur upplýsingarskorti ríkisstjórnarinnar og þvingunaraðgerðum Breta og Hollendinga.
Viskan (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 21:09
Það sem einkennt hefur stjórnina alveg frá 1.febrúar s.l. er seinagangur og úrræðaleysi. Sérstaklega þó það hvað mál taka langan tíma. Við þær aðstæður sem við höfum búið við eftir hrun þá var áríðandi að virkja öflugan hóp manna á öllum sviðum. Setja í gang aðgerðarteymi með sér tilgreind verkefni ríkisstjórninni til aðstoðar og ráðgjafar. Ef einhvern tíma hefur verið til mannafli á lausu til slíkra verka þá er það nú. Ímyndarvinnan hefur alveg gleymst hvað sem menn reyna að segja. Það þarf ekki annað en að tala við þá sem reka almannatengslafyrirtæki í landinu til að heyra að ekki hafa þeir verið að fá mikil verkefni fyrir ríki og þjóð undanfarna mánuði.
Seinagangur stjórnvalda á árinu 2009 tafði endurskoðun AGS (IMF) frá febrúar og fram í nóvember og það var ekki eins og við fengjum þá 4 greiðslur heldur var þetta bara töf. Einhver hugsanleg töf núna í janúar ætti ekki að valda meiri skaða eða valda mönnum meiri áhyggjum en það gerði á síðasta ári.
Hræðsluáróður sem farinn er strax í gang eins og til að mynda að stýrivextir geti átt eftir að hækka við næstu ákvörðun en ekki lækka er til þess að fela þá staðreynd að það hefði gerst hvort sem var vegna þess að með skattahækkunum og hliðaráhrifum þeirra núna um áramótin þá fór í gang mikið verðbólguskot. Það verðbólguskot hefur ekkert með atkvæðagreiðsluna á Alþingi 30.desember, synjun forsetans í gær, né væntanlega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu að gera.
Nú er hins vegar lag því umheimurinn tók eftir okkur svo um munaði í gær. Nú eiga menn að vera tilbúnir að nýta þessa umræðu og snúa henni okkur í hag. Það er vel hægt.
Jón Óskarsson, 6.1.2010 kl. 12:08
Takk fyrir innleggin ( og stuldinn ) Eins og mér datt í hug eru nú loksins málin að snúast okkur í hag eftir þetta frábæra framlag forsetans.
Mér sýnist á fréttum að Steingrímur J hafi nú áttað sig á því - gott hjá honum!
Kolbrún Hilmars, 7.1.2010 kl. 12:41
Hef eytt nokkrum tíma í að lesa athugasemdir almennings í bresku pressunni.
Núna síðast við Peston´s Picks hjá BBC og sá þar eitt ómótstæðilegt innlegg varðandi hræðsluáróðurinn:
At 11:45am on 07 Jan 2010, TheLurcherman wrote:"I love the comment about the Icelanders being punished by being deprived of EU membership ! Deprived of a bunch of venal and incompetent Eurocrats wasting their money, deprived of Spanish Fish Thieves hoovering up their fish stocks- and incidentally Iceland is the only European country that has a sensible system for managing fish stock levels.Etc ETC Et-blooming-cetera! ...... "
Kolbrún Hilmars, 7.1.2010 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.