Börn - eða unglingar?

Ég þekki það af eigin reynslu að börn 12 ára og yngri fá ekki að ferðast ein með flugi.  Það þarf að merkja börnin sérstaklega og forsvarsmaður ber ábyrgð á því að einhver í áhöfn ásamt einhverjum í "landi" tekur við barninu á brottfararstað og skilar því af sér á áfangastað.
Þessi umræddu börn hljóta því að vera unglingar, líklega ekki yngri en 15 ára og líta jafnvel út fyrir að vera eldri.  Unglingarnir þurfa ekki leikfangakassa eins og litlu börnin heldur allt aðra meðhöndlun og móttöku. Enda oft með lífsreynslu á við fullorðna.
Kerfið þarf greinilega að endurhanna eftir þörfum þessa sérstaka hóps!


mbl.is „Ætti ekki að vera okkur ofviða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband