Hvað gerist

ef lög verða sett á hjúkrunarfræðinga?  Fara þeir þá allir til Noregs?
Verður þá fyllt upp í skörðin hérlendis með hjúkrunarfræðingum frá fv. USSR löndum?

Þá vaknar líka spurning um það af hverju enn er eftirspurn eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum í Noregi þegar austur-evrópskir (og danskir) hjúkrunarfræðingar eru á lausu?  Er það menntunin?  Er það tungumálið?  Er það frændhyglin? 

Spurning á spurningu ofan!  En þar sem við erum nú aðilar að EES samningnum þá gætu í rauninni allir vinnandi íslendingar elt hæstbjóðanda og flutt sig á milli landa að geðþótta - og að eftirspurn, auðvitað.

Eða hélt einhver að EES væri ekki gagnkvæmt og þýddi aðeins að íslenskt samfélag fengi ódýrt og hreyfanlegt vinnuafl að utan?

 


mbl.is Spark í maga hjúkrunarfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband