Aldeilis ágæt hugmynd!

Setjum á sérstakan óhóflega háan sykurskatt, þennan stórhættulega gleðigjafa.

Svo fer saltið sannanlega illa með heilsuna, bætum því við á skattlistann.  

Mjöl er líka varasamt í óhófi - skattleggjum það líka. 

Fleiri skattstofna má finna til viðbótar; t.d. er fitan sögð slæm fyrir hjartað.

Með þessu laginu verðum við komin með nýjan hátæknispítala áður en hendi verður veifað.

Spurning bara hvað við eigum að gera við hann þegar allir eru orðnir svona hraustir?


mbl.is Gæti borgað nýjan Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband