21.8.2014 | 17:13
Virðisaukaskattur - misskilin velvild?
Þessa dagana er mikið rætt um virðisaukaskattinn. Að setja á eitt VSKþrep eða a.m.k. minnka bilið milli efsta og neðsta þreps og finna skynsamlegt og hóflegt neysluþrep. VSK er nú; 7% neðra og 25,5% efra.
Það er rétt að hækkun á matarskattinum kæmi illa við - ALLA! Láglaunafólkið þó allra síst, því það hefur ekki nægan afgang af laununum sínum, hvort sem er. (En ÞAÐ ætti að vera önnur barátta!)
Jafnvel láglaunafólk þarf að kaupa hreinlætisvörur, snyrtivörur, skó, fatnað, heimilistæki, greiða síma- og rafmagnsreikninga. Sumir láglaunamenn eru jafnvel svo djarfir að eiga farskjóta, hvort sem hann er bíll eða reiðhjól.
Það má vel vera að einhvers staðar finnist manneskja sem eyðir öllu sínu í mat - en ég þori að veðja að jafnvel þeir allra fátækustu kaupi af og til sápu, sjampó, klósettpappir og hreingerningarlög.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)