31.7.2013 | 18:36
Af hverju Snowdenar þrífast!
Einmitt núna vantar mig einn slíkan.
Eins og þeir vita sem hafa lesið bloggið mitt var bíllinn minn, ásamt bíl nágranna míns, klessukeyrður hér á bílastæðum við heimili okkar. Þetta gerðist fyrir 11 dögum. Lögreglan var kölluð til af sjónarvottum. Elskulegt fólk þar á ferð sem að auki biðu á vettvangi og fóru ekki fyrr en eftir að hafa gefið skýrslu. Þeim verður ekki nógsamlega þakkað.
Í gær fékk ég staðfestingu á því að lögregluskýrslan hefði loksins borist viðkomandi tryggingafélögum. En þegar ég bað um að fá að sjá skýrsluna, var því hafnað "vegna viðkvæmra persónuupplýsinga sem þar koma fram".
Ég meina; þarf einföld tjónaskýrsla lögreglunnar; þ.e. hver keyrði á hvern og hver er ábyrgur, að innihalda "viðkvæmar persónuupplýsingar"? Af hverju þurfa tryggingafélögin síðan að fá þær upplýsingar - en ekki tjónþolar?
Er hér um að ræða huglægar ástæður í þágu tjónvalds sem eru andstæðar hagsmunum tjónaþola?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)