Bílflautur í gúrkutíð

Eins og fleiri bíð ég spennt eftir nýrri stjórnarmyndun.  En þar sem ekkert er að frétta úr þeirri átt ennþá, má stytta sér stundir við að skrifa "reynslusögur úr daglega lífinu" - eins og það er kallað.

Fór með bílinn minn í skoðun um daginn.   Það er tiltölulega einfalt; svipað og að fara til læknis, og láta sérfræðinginn um ástandsmatið.  Sem er eins gott því ég hef ennþá minna vit á bílum núna en hér áður fyrr  eftir alla þessa tölvuvæðingu.

Var hamingjusöm með að fá fulla skoðun - en það fór ein athugasemd á hinn langa skoðunartékklista:  "Flautan er biluð".

Nú er bíllinn minn kominn á sjötta aldursár.  Fínn sjálfskiptur smábíll sem aldrei hefur bilað.   Með naumindum gat  ég stillt mig um að spyrja skoðunarmanninn HVAR flautan væri...  


Bloggfærslur 13. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband