Sérlausnir og undanþágur

Samkvæmt MBL grein í dag fer lítið fyrir undanþágum í ESB aðildarviðræðum íslensku kratanna.  

Svo vísað sé til orðalags blaðamanns "þó má nefna" að ESB féllst á útfærslu Íslands á reglum um frjálsa för vinnuafls og fyrirkomulagi á brennivínssölu hérlendis.  Þetta er allur afrakstur svokallaðra samningaviðræðna í þeim 11 köflum aðildaraðlögunar sem er endanlega lokið!

Aðrar sérlausnir eru enn vonarpeningur.  Samkvæmt aðalsamningamanni (ESB?) "fer Ísland fram á" eitt og annað smotterí sem óvíst er hvernig lyktar.  Sérstaklega verður þó spennandi að sjá hvort samþykkt verði "að ekki þurfi að taka upp sumartíma á Íslandi".

Sumar sérlausnir og undanþágur í þessu undarlega ESB aðlögunarferli virðast fáránlegar (svo sem eins og þessi með sumartímann) en ennþá fáránlegra er að þær skuli yfirhöfuð vera til umræðu!

 


Bloggfærslur 16. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband