14.4.2013 | 17:15
Feimnismál kosningabaráttunnar
er greinilega mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar nú um stundir; fullveldið sjálft.
Fráfarandi stjórnarflokkar sáu sér hag í því að sópa ESB umræðunni undir teppið - væntanlega til þess að geta tekið aftur upp þetta eina baráttumál sitt óskaddað í hugsanlegum stjórnarsáttmálaviðræðum eftir þingkosningar í apríl.
Okkur er sagt að "hægt hafi verið á aðildarumræðum", hvað sem það svo þýðir annað en að nú séu ESB aðildarviðræður komnar bak við embættismannaskrifborðin í stað þess að liggja í skugganum undir borðunum.
Líklega hefur einhver glöggur tekið eftir því að stjórnarflokkarnir SF og VG taka sáralítinn sem engan þátt í málefnalegri umræðu í aðdraganda kosninganna. Skiljanlega - ekki vilja þeir eyðileggja sitt eina baráttumál sem eftir lifir af gott betur en fjögurra ára stjórnartíð.
Eigum við að láta þá komast upp með enn eina þöggunina?