Íslenskt lambakjöt aðeins fyrir sælkera

Fréttablaðið var með athyglisverða frétt þann 7.september síðastliðinn sem virðist ekki hafa vakið þá athygli sem hún verðskuldar.

Fyrirsögnin er "Erlendir sælkerar vilja íslenska lambið".  Undirfyrirsögnin er "Nýsjálenskt lambakjöt flutt til landsins í fyrsta sinn til að mæta skorti".

Það er þekkt að sumir íslendingar vilja helst fá erlent kjöt á sinn disk og bera því við að það sé svo miklu ódýrara.  Magnið fremur en gæðin eru þeirra ær og kýr. 

Fyrst um sinn mun hið nýsjálenska lambakjöt verða selt innanlands á sama verði og íslenskt, svo nú mun reyna á bragðlauka innflutningssinna. 

Merkilegt líka að innflytjandinn (Íslenskar matvörur ehf) ætlar, að sögn, að  "byrja með dýrari vöðva".  Einmitt þá sem eftirsóttastir eru af íslenska lambakjötinu erlendis.

Spyrja má:  Hvort er ódýrara fyrir okkur að nýta eigin framleiðslu heima fyrir eða skipta henni út fyrir þá sem þarf að flytja dýrum dómum yfir hálfan hnöttinn?

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 8. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband