Staðsetning skiptir líka máli

Ef "þjóðin" ætlar að byggja allsherjarspítala , sem endast á næstu 100 árin, þarf að velja honum stað sem gæti gagnast þjóðinni allri, hvað sem á dynur.

Það er ekki bara kostnaðinn sem þarf að meta, heldur líka staðarvalið.  Það er heimskulegt að troða þessum "landsspítala" niður í miðborg Reykjavíkur.  Sama þótt einhverjir örfáir  starfsmenn búi í næsta nágrenni og geti ýmist gengið eða hjólað í vinnuna.   Sjúklingarnir sjálfir ferðast nefnilega flestir hverjir með sjúkrabíl.   Sumar göngudeildir og hjúkrunarvistun mætti hins vegar vel hýsa á gamla spítalanum við Hringbraut, til þess að nýta húsnæðið.

Miklu betri kostur fyrir nýjan og rándýran hátækniþjóðarspítala væri  t.d. Keldnaholt.  Þar er gott aðgengi úr öllum áttum; norðan, austan, sunnan og vestan að.  Bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk.

 

 

 


mbl.is Óvissuþættir í kostnaði nýs spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband