2.8.2012 | 17:30
Huglausir kettir - kokhraustir fuglar
Alltaf kemur eitthvađ á óvart - jafnvel séđ úr sólstól á svölunum í rólegheitum í blíđunni.
Fyrir um ţađ bil klukkutíma, sá ég utan ađ mér ađ stór svartur fugl lenti mjúklega í runna- og trjáţykkni nágrannans - til hćgri. Guli nágrannakötturinn úr nćstu götu var búinn ađ hreiđra um sig í óslegnu kafgrasi nágrannans - til vinstri.
Svarti fuglinn vakti líka athygli gula kisans, sem hoppađi strax inn i minn garđ ađ girđingunni og hafđi engu minni áhuga á fuglinum en ég sjálf. Gulur vokađi ţar og vappađi lengi vel, en hvergi sást í fuglinn. En hann var ţar ţó greinilega enn.
Gulur stóđst svo ekki mátiđ og fann sér girđingarstaur til ţess ađ hoppa yfir í garđinn til hćgri ţar sem fuglinn hafđi lent og laumađi sér inn í runnaţykkniđ. Sjálf var ég minna forvitin og einbeitti mér ađ sól og bók.
Viti menn, nokkrum mínútum seinna heyri ég hávađagarg, "CAWW..." og lít upp í tíma til ţess ađ sjá tvo ketti fljúga yfir nágrannagirđinguna; á undan fór einn bröndóttur og á eftir sá guli! Ekki orđum aukiđ ađ ég hafi séđ undir átta mislitar loppur á flótta eins og eldibrandur garđ úr garđi í vinstri-átt.
Eftir ađ kettirnir höfđu veriđ reknir á flótta, sá ég svo fuglana. Svartir og greinilega "fjölskylda" međ ungum. En stćrsti fuglinn var óvenjulega stór; stćrri en svartţröstur og mun minni en hrafn.
Mér datt í hug kráka - en getur ţađ veriđ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.8.2012 kl. 14:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)