24.7.2012 | 17:58
Raunir garðræktandans
Fólk er hvatt til þess að nýta garðinn sinn og rækta þar grænmeti allrahanda. Mjög jákvætt og ekki aðeins fyrir útiveruna heldur líka stoltið að uppskera eftir fyrirhöfninni.
Garðræktandinn ákvað því að gera skurk í því snemma s.l. vor þar sem aðstæður leyfðu í garðinum. Keypti verktakaþjónustu til þess að fjarlægja gamlan og úldinn jarðveg í skiptum fyrir fyrsta flokks. Megnið af plássinu var reyndar ætlað undir kartöflur, en afgangurinn fyrir gómsætt grænmeti.
En þeim tilkostnaði var kastað á glæ. Áður en nokkru varð potað niður í nýja jarðveginn voru nágrannakettirnir búnir að merkja svæðið sem sitt einkaklósett.
Þar með aflagði garðræktandinn allar áætlanir um grænmetisrækt, en af þrjóskunni einni saman setti hann að lokum niður þau kíló af kartöfluútsæði sem höfðu beðið nægrar spírunar.
Nágrannakettirnir eru enn að leggja til áburð, þrátt fyrir grænu kartöflugrösin. Brjóta bara niður grösin ef þau eru fyrir "hægindunum".
Afar ólystilegt! Hver vill rækta grænmetið sitt í kattakassanum? Kattaeigendur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.7.2012 kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)