Íslandsvinir tjá sig

Kínverski athafnarmaðurinn Huang Nubo fór ófögrum orðum um Íslendinga þegar hann ávarpaði stjórnendur og nemendur CEIBS viðskiptaskólans í Sjanghæ á dögunum. Þar sagði fjárfestirinn að Íslendingar væru veikgeðja og sjúkir.    (Vísir.is  21/7´12)

 

 Adam Aamer og Alhawari Agukourchi hafa verið hælisleitendur á Íslandi í um fjóra mánuði. Síðan þeir komu hafa þeir ítrekað reynt að koma sér af landi brott.”
Ef við fáum tækifæri munum við reyna það aftur og aftur því við viljum komast brott af þessu landi," segir Adam.

Þeim líkar ekki vistin hér á landi. 
 
"Það er bara ein hugsun sem kemst að hjá okkur.  Við þurfum að komast burt.  Hér erum við í búri.  Alveg eins og páfagaukar í búri."  segir Adam."  (Vísir.is  21/7´12)

Óvenjuleg hreinskilni og algjör óþarfi að spyrja "How-do-you-like-Iceland?"  Wink


 

 


Bloggfærslur 21. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband