Nubomál

Nú er Nubo kominn aftur í umræðuna.  Innanríkisráðherrann reynir að verjast þrýstingi sveitarstjórna norðaustan.  Eflaust ekki að ástæðulausu, enda stefnir í að 40 ára leigan verði 80 ára leigan.

Á núgildandi verðlagi er landleigan aðeins 24,8 milljónir á ári.   Svipað og íslenskt meðalfyrirtæki á góðum stað í höfuðborginni greiðir í dag.

Fréttablað dagsins fjallar um fjárfestingaráætlanir Nubos á Fjöllum á bls 4;  lúxushótel, golfvöllur, hestaferðir, fjallgöngur, svifdrekaflug, alvöruflugvöllur og 100  einbýlishús.   Þar er að vísu ekki minnst á sundlaugar, heita potta, tennisvelli og fleira góðgæti.  

En smáa letrið í fréttinni hefur sennilega enginn lesið nema innanríkisráðherrann:

"Huang kveðst vonast til þess að sala á einbýlishúsunum, að mestu til ríkra Kínverja, muni nægja til þess að greiða upp verkefnið".  

Það er nefnilega það!


Bloggfærslur 18. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband