Sæbrautin er ónýt

Tek undir með Elínu.  Svo virtist sem Sæbrautin gæti orðið afkastamikil akbraut og tekið álagið af "hinni" leiðinni.   En Sæbrautin var eyðilögð með tilkomu Hörpu. 

Þar er nú á kafla hámarkshraði 30 km, gangbrautarhækkanir og umferðarljós við umferðarljós.  Þungaflutningar, sem áður fóru þar um,  fara nú um Hringbraut.   Eins og við íbúar hér við Hringbraut erum sífellt minntir á; húsin okkar hreinlega hristast þegar ferlíkin aka hjá.

Hringbrautin er fjölmenn íbúagata; allt frá sjó í vestri að Hljómskálagarði í austri.  Svo ekki sé nú minnst á gangandi vegfarendur og þær þúsundir sem eiga erindi um og yfir götuna við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafn og Þjóðarbókhlöðu.  

Ferjuflutningar á sjó milli bæjarhverfa ættu ekki að vera nauðsynlegir.  Líklega nefnir Elín þennan kost til þess að benda á hvað  vegatengingin við Vesturbæinn er orðin fáránleg. 

Ekki batnar ástandið svo þegar hin  fyrirhugaða Landsspítalabygging verður reist.


mbl.is Elín Pálmadóttir: Bílferju þörf úr Vesturbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband