21.3.2012 | 15:34
Hvar er skjaldborgin?
Ég var að lesa yfir síðasta fréttabréf CreditInfo/Lánstrausts - þ.á.m. eftirfarandi upplýsingar:
"Fjöldi einstaklinga í alvarlegum vanskilum hefur [..] haldið áfram að aukast jafnt og þétt frá því á fyrsta ársfjórðungi 2008 og hefur aldrei verið meiri en nú.
26.369 einstaklingar voru í alvarlegum vanskilum þann 1. febrúar síðastliðinn eða að meðaltali 8,7% fjárráða einstaklinga." (leturbreyting er mín)
Jafnframt segir að staðan sé hvað verst hjá einstæðum foreldrum og einhleypum körlum. Eða einmitt þar sem fyrirvinna heimilisins er aðeins ein.
Ekki verða þessar tölur skýrðar með atvinnuleysi, því af +12.000 atvinnulausum eru margir einstaklingar í sambúð.
Væri ekki ráð að virkja þessa margumtöluðu og lofuðu "skjaldborg" um heimilin áður en allt þetta fólk ásamt börnum sínum lendir á götunni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)