18.12.2012 | 19:09
Ljótt að tefja fyrir vegtyllum?
Af hverju ætti sjálfstæð og fullvalda þjóð að ræða tilhögun sinna innanlands landbúnaðarmála við einhverja þjóðasamsteypu á borð við ESB. Eða yfirhöfuð einhverra annarra sinna veigamestu þjóðarhagsmuna, svo sem fiskveiðilögsöguna.
Það er ekkert að því að gera viðskiptasamninga og annað gagnkvæmt samkomulag við aðrar þjóðir, eins og íslendingar hafa gert frá 1944 þegar utanríkismálin voru endanlega flutt heim eftir tæplega 700 ára erlend yfirráð.
En ESB aðild snýst ekki um gagnkvæma eða hagkvæma samninga.
Árni Páll segir Jón Bjarnason tefja fyrir. Tefja fyrir hverju? Ekki tefur Jón Bjarnason fyrir mér eða neinum sem ég þekki.
Sennilega tefur Jón Bjarnason aðeins fyrir vegtyllum og skattlausu ríkidæmi útvaldra í dýrðinni hjá ESB/Brussel veldinu.
Megi hann tefja þá sem lengst!
![]() |
Tafarleikir Jóns tefja fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2012 kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)