Eru samanburðartölur Eyglóar verri en aðrar?

Lengi hefur því verið haldið að okkur að matvælaverð, eða verðlag almennt  (miðað við kaupmátt), sé miklu lægra í ESB en hér á landi. Ekki minnist ég þess samt að hafa nokkurn tíma séð þær fullyrðingar byggðar á alvöru fræðilegri og víðtækri úttekt.

Hitt veit ég af áratuga reynslu og samskiptum við þá sem erlendis búa, hvort heldur eru íslenskir eða erlendir, að í heildina er samanburður kaupmáttarins sveiflukenndur og okkur ýmist í hag eða óhag. Þá á ég auðvitað við meðalmanninn, en hvorki þann fátækasta né þann auðugasta.

Gæti þó verið að þessa dagana sé ástandið þannig að Eygló hafi rétt fyrir sér.


mbl.is Segir verðlag hærra í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband