Freistingar í boði AGS

eru ómótstæðilegar - ekki síst fyrir skattaglaðan fjármálaráðherra.

Ef einhverjum dettur í hug að hið eina sanna virðisaukaskattþrep framtíðarinnar muni miðast við núverandi matar-, hitaveitu- og bókaskattþrep; 7%, þá þarf viðkomandi að hugsa sig um tvisvar. Öllu líklegra er nefnilega að skatturinn verði hífður upp í núverandi 25,5% skattþrep og þannig samræmdur af öllum vörum og þjónustu.

Svo má ekki gleyma hagsmunum ESB, því eftir (hugsanlega) ESB-aðild reiknast ákveðið hlutfall af virðisaukaskatti í landinu sem hluti af árlegu aðildargjaldi.


mbl.is Matarskattur til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband