2.6.2011 | 16:38
Ótrúlegt verð - ótrúleg þjónusta
Flugvél á "vegum" Iceland Express lendir í fyrsta sinn í Boston - og er að meira segja á áætlun. Undur og stórmerki.
Minna er því hampað að á sama tíma er IE með samning við ónefnda ferðaskrifstofu um að skaffa flugvél til Tenerife í dag, með margra mánaða fyrirvara. Áætluð brottför var kl. 07:10 í morgun - en hefur verið frestað til kl. 23:50 í kvöld.
Þar er einn tapaður (rándýr) orlofsdagur fyrir allar þær fjölskyldur sem enn bíða eftir að komast í fríið sitt.
* Nýjustu fréttir af ferðalöngum (sem hafa beðið í Leifsstöð síðan í morgun) herma að nú hafi Spánarfarar fengið hótelmiða í Keflavík, því líklega munu þeir ekki fá flugfarkost fyrr en einhvern tíma í nótt - í besta falli.
![]() |
Iceland Express til Boston |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)