Aðdáunarvert hugmyndaflug

Allir kannast við útlendu tölvupóstana, þar sem ýmsum fortölum og aðferðum er beitt til þess að kría pening út úr viðtakandanum. 

Ég er vön að eyða þeim jafnóðum og eftirfarandi pósti einnig, en afritaði þó textann áður.  Þessi var nefnilega óvenjulega frumlegur:

James Bastos skrifar, orðrétt:  "We receive a message from one Mr. Jame Durward that you are dead.  he sent us an accout where to transfer your funds.   email back if you are still alive."

Ég kleip mig í handlegginn til þess að fullvissa mig um að ég væri á lífi.  En honum James kemur það ekkert við...

 


Bloggfærslur 17. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband