NEI við Icesave III

Sú afstaða er og hefur alltaf verið mín.  Hana byggi ég annars vegar  á af þeirri nasasjón sem ég hef af fjármálum og hins vegar því "innsæi" sem margir vilja tileinka konum.

Svo heppilega vill til að ég þarf ekki að rökstyðja mína afstöðu hér.   Mér betri og fróðari menn gera það oft á dag og telja upp öll rökin fyrir NEI - sem flestir hafa aðgang að. 

Áfram-sinnar gera reyndar slíkt hið sama en þeir gætu sparað sér auglýsingakostnaðinn.  Þeim dygði einföld auglýsing; þú velur JÁ ef þú ert hlynnt/hlynntur ESB aðild.  Önnur marktæk rök hafa Áfram-sinnar ekki.

NEI er svar hins almenna íslendings sem hefur allt að vinna og engu að tapa.


Bloggfærslur 1. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband