Mínir fiðruðu vinir kjósa íslenskt

Fuglafóður (hveitikorn) frá Kötlu er uppáhaldsrétturinn, næst vinsælast er mulið íslenskt allrakorna bakarísbrauð, þriðja vinsælast er heimatilbúinn hafragrautur með vænni blöndu af íslenskri feiti og smjöri.  Síst líkar þeim við vítamínbætt, rándýrt fuglafóður frá Spáni. 

Í garðinum eru kettir að flækjast svo ég hef þann sið að gefa smáfuglunum á svölunum hjá mér.  Starrar og þrestir mæta þar sjaldan, en  sólskríkjurnar kunna vel að meta þjónustuna og eru daglegir gestir - heilu hóparnir af þeim.

En semsagt; sólskríkjurnar virðast ekki hrifnar af því sem kemur í tilbúnum pakkningum frá ESB og svei mér ef þær skríkja ekki líka "NEI við Icesave" þegar þær kveðja og þakka fyrir viðgerninginn.

 


Bloggfærslur 9. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband