Flókin lánamál - eða ekki?

Nonni nágranni á flott einbýlishús - og ég er auðtrúa nágranni hans.  Nonni selur mér því allar innréttingar og tæki í eldhúsinu sínu.  Hann lánar mér fyrir kaupverðinu með því að taka veð í láninu, sem er auðvitað veð  í innréttingunum sjálfum.

Ég á því eldhúsinnréttingarnar í húsinu hans Nonna en skulda honum jafnframt andvirði þeirra.  Samt hef ég engan afnotarétt af innréttingunum mínum í húsinu hans Nonna.  Látum það vera, því enn sem komið er hafa engin verðmæti skipt um hendur á milli okkar grannanna.  Allt bara á pappírunum!

Nú nú, svo detta á náttúruhamfarir og eldhúsið hans Nonna eyðileggst algjörlega.  Þar með innréttingarnar mínar.  Í kjölfar þess þarf hann Nonni auðvitað að endurnýja eldhúsið sitt.   Hvað gerist þá?

Hefur veðsetningarlánið mitt  eyðilagst með  innréttingunum mínum?   Eða á Nonni nú kröfu á mig að greiða lánið til þess að endurbyggja innréttingarnar?

Var ég innréttingaeigandi, lántaki eða nágrannaábyrgð Nonna?


Bloggfærslur 14. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband