Snjór og meiri snjór

og sér ekki fyrir endann á samkvæmt veðurspánni. 

Hvað varð um hina hnattrænu hlýnun, sem er talin svo alvarleg að hún er orðin féþúfa stjórnvalda hérlendis og í ESB? 

Eða er almættið aðeins að uppfylla óskir þeirra sem þola ekki jól nema þau séu hvít?  Ég segi nú bara eins og maðurinn forðum; hafðu vara á óskum þínum - þær gætu ræst.

Það er alla vega aðeins sanngjarnt að fá afslátt á kolefnisgjaldinu.  Eða fá fyrir það aðstoð við snjómoksturinn.  Er búin að moka útitröppurnar tvisvar í dag með sama árangri og Bakkabræðra þegar þeir báru sólina inn í húfunum.

Svo hafa snjóruðningstæki á götu og gangstétt myndað samsæri um að fela litla sparneytna bílinn minn í snjóskafli.   Sennilega þarf ég að huga að því að fjárfesta í öflugum jeppa. 

Ætli það fáist harðbýlisstyrkur út á jeppakaupin  þegar hnatthlýnunin hefur klikkað?

 


Bloggfærslur 29. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband