Hvar á að draga mörkin?

Það er ekki nýtt að íslenskir karlar flytji inn erlendar eiginkonur og níðist á þeim, í skjóli fáfræði þeirra - vonandi þó í undantekningartilfellum.

En myndi túlkaþjónusta og íslenskukennsla koma í veg fyrir þann vanda sem Tamimi bendir á, eins og í þessu skilnaðartilfelli? Hvað ef konurnar sjálfar eru sáttar í sambúðinni og treysta maka sínum eins og gengur og gerist til þess að leysa öll "opinber" málefni. Jafnvel íslenskar konur gætu lent í sambærilegu; "ekkert mál elskan, skrifaðu bara nafnið þitt hérna!"

Er tilgangurinn að lögleiða opinber afskipti af blönduðum hjónaböndum? Það er einmitt það sem Alþingi fæst við; að setja lög um eitt og annað. Hvað segir Persónuverndin við því?


mbl.is Var fráskilin án þess að vita það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband