Góða helgi!

Þetta segi ég undantekningarlítið í kveðjuskyni að áliðnum föstudegi og óska viðmælanda mínum þar með alls góðs um komandi helgi.

Líkt og þegar ég segi: Góða nótt, Góðan dag, Gott kvöld, Góða ferð, við viðeigandi tækifæri sem ég vandist á strax í barnæsku - og það eru þó nokkrir áratugir síðan.

Nú eru uppi fáeinar, en háværar raddir um að óskin um Góða helgi sé af hinu illa, því uppruna hennar megi rekja til USA.  Það má vel vera rétt þetta með upprunann en sumum er bara ekki sama hvaðan gott kemur.  Smile

Ég endurtek því kveðjuna í tilefni föstudagsins og óska öllum blogglesendum mínum Góðrar helgar!


Bloggfærslur 7. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband