Hvað kostar ESB pakkinn?

Nú hafa landsmenn haft um það bil eitt og hálft ár til þess að kynna sér djásnin í "gjafa"pakka ESB.  Því hlýtur að vera farið að sjást í botninn, en þar hlýtur reikningurinn fyrir pakkann að leynast.  Víst er að ekki var sá reikningur efst eða utan á eins og gildir almennt um innflutta pakka.

Þar sem ég hef hingað til hvorki heyrt né séð hvað þjóðin þarf, um aldur og ævi, að greiða fyrir pakkann, er mér nú spurn:

Hvert verður árlegt aðildargjald Íslands til ESB ef af aðild verður?

Hvernig verður það aðildargjald reiknað?

Einhver hlýtur að geta svarað þessum tveimur einföldu spurningum, ekki síst þeir sem þykjast kunna að verðmeta allt annað sem pakkanum viðkemur.

 


Bloggfærslur 15. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband