8.11.2010 | 19:04
Stöðvum innbrot!
Svo virðist sem einhver herferð gegn innbrotum hafi nú verið hafin undir kjörorðinu "Stöðvum innbrot" og mun þar vera höfðað til almennings. Hvernig menn hafa hugsað sér þá framkvæmd er óljóst, en svo virðist sem fórnarlömbin eigi að sjá um eigin sjálfsvörn. Þó ekki verklega!
Hvernig væri að löggæslan og löggjafinn sameinuðust um að nýta og/eða skapa þau úrræði sem viðkomandi er greitt fyrir af skattfé brotaþolanna? Til dæmis mætti grípa til eftirfarandi ráða:
1) Skella öllum innbrotsþjófum, sem nást á vettvangi, í gæsluvarðhald fram að dómi.
2) Eftir dóm verði allir erlendir þjófar sendir til síns heima til afplánunar og heimamenn á Hraunið.
3) Sé nauðsynlegt að vista erlenda og innlenda þjófa saman á Hrauninu verði þess vandlega gætt að enginn samgangur sé eða klíkukynni myndist á milli þeirra.
Yrði atvinnuþjófum kippt úr umferð myndi minnka þörfin á "vigilöntum" á venjulegum heimilum.
GSM-síminn er eina varnarvopnið sem fólki hefur verið bent á; taka myndir og hringja í 112. Vandinn er bara sá að gemsinn STÖÐVAR ekki innbrot!