Eitthvað í frásögur færandi

að íslenskur almenningur fikri sig upp húsnæðisskalann?   Það hefur áratugum saman tíðkast að fólk kaupi fyrst litlu íbúðina, stækki svo við sig með stærri íbúð, ráðist svo í raðhúsbygginguna og að lokum einbýlishúsið.   Grunnurinn að þessu ferli er lagður með fyrstu íbúðakaupunum - ekki þeim síðustu.

Það voru fjöldamargir, ekki aðeins Marinó og fjölskylda, sem voru mitt á milli þegar hrunið varð.  Fólk sem átti fullbúið óselt húsnæði sem  átti að duga til þess að fjármagna næsta íbúðarstig, en þurfti að brúa bilið með lántökum.

Það fyrsta sem mér dettur í hug er: Hverjum er í hag að reyna að ómerkja málstað Marinós  með þessari persónulegu árás?

Að öðru leyti þykir mér betra að málsvarinn þekki þau vandamál sem hann berst fyrir að leysa.


mbl.is Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband