Ekki einn nefskattinn enn!

Flennifyrirsögn Fréttablaðsforsíðu dagsins segir STEF "Vilja rukka netnotendur".  Mér blöskrar. 

Við erum nefnilega býsna mörg sem erum nettengd en höfum engan áhuga á neins konar tónlistarstússi á netinu.  Við erum þar fyrir netþjónustu allra handa sem hefur ekkert að gera með annað en upplýsingar, fróðleik og önnur samskipti, bæði viðskiptalegs eðlis og persónuleg.

Ég legg til að STEF komi sér upp mælitækjum og rukki þá sem nýta tónlistarútgáfur á netinu og láti aðra í friði.  Ef það er tæknilega ómögulegt er hinn og auðveldari kosturinn fyrir hendi; AÐ BANNA TÓNLIST á netinu.


Bloggfærslur 8. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband