Haustlaukar

Það er alltaf viðeigandi að blogga um eitthvað skemmtilegt á sunnudegi.  Sérstaklega eftir öll leiðindi hversdaga undanfarinnar viku.

En ég gaf mér semsagt loksins tíma til þess að fjárfesta í augnayndi næsta vors; hundrað haustlaukum í öllum regnbogans litum.  Ég á að vísu eftir að pota þeim niður í moldina - en hálfnað er verkið þá hafið er.

Ekki skemmir svo veðurspá næstu viku fyrir; einhver sólarglæta alla daga og hitinn 10-12 stig.  Það eina sem ég hef áhyggjur af er að haustlaukarnir misskilji aðstæðurnar og gerist jólalaukar.  


Bloggfærslur 3. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband