13.10.2010 | 15:25
Skerðir verðbótalækkun útlána lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða?
Nú eru þeir margir sem finna því allt til foráttu að lífeyrissjóðir taki þátt í verðbótaleiðréttingu vegna útlána sinna eftir hrun. Helstu rökin eru að þar með skerðist lífeyrisgreiðslur sjóðseigenda.
Auðvitað hafa þessir sömu lífeyrissjóðir tapað hundruðum milljarða á fjárfestingum í fyrirtækjum fjárglæframanna og segja mætti að ekki sé á bætandi. En hverju tapar lífeyrisþeginn þegar upp er staðið?
Helsta lífeyrisskerðingin fer nefnilega fram hjá Tryggingastofnun ríkisins eftir að útgreiðsla ellilífeyris er hafin. Þannig er það í rauninni skynsamlegt að leiðrétta verðbótaþáttinn núna, með tilliti til þess að eftir X mörg ár þarf ríkiskassinn að greiða einhverjum krónum meira en ella. Ef til vill - en ekki víst!
Sjálfum lífeyrisþega framtíðarinnar er eflaust nokk sama hver skerðir lífeyrinn hans og hvenær.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)