Einkabanki getur leyft sér ýmislegt

af þessu tagi en ríkisbanki ekki. Eiginlega þarf ekki að hafa fleiri orð um það!


mbl.is Segir áætlun Íslandsbanka „kjánalegt ofstæki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmarkmið SÞ?

Nefnt er að þau séu fjögur, en ekki útskýrð nánar. Hvaða deild SÞ hefur sett þessi markmið, hver eru þau og hver er ætlaður árangur?
Sem kona og eigandi fyrirtækis þætti mér fróðlegt að heyra á hvern hallar helst - og hvort þörf sé á að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, hugsanlega á heimsvísu.


mbl.is Kemur Bjarna spánskt fyrir sjónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

en svo þarf líka að endurskrifa lögin sjálf og einfalda.  Það er óþolandi fyrir þá sem þurfa að vinna samkvæmt lögum  að rekast sífellt á allar tilvísanirnar í áratuganna lagabreytingar í smáa letrinu.  Viðkomandi er eiginlega jafnnær eftir sem áður!


mbl.is „Við erum fyrst og fremst að taka til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fortíðin gleymd?

Skammstöfunin SÍBS stendur fyrir Samband íslenskra berklasjúklinga. Þeir voru býsna margir ættingjar okkar eftirlifenda sem létust úr berklaveiki á árum áður.  Þá bauð ríkisvaldið ekki uppá neina meðferð, en samtök "áhugamanna" stóðu að uppbyggingu meðferðarstofnana því ekki gerði ríkið það. Svo sem Kristnesspítali í Eyjafirði, Vífilsstaðir í Garðabæ, Reykjalundur í Mosfellsveit.   
Sjálfsagt hefði SÍBS áður átt að leggja Reykjalund niður og selja ríkisspítölum aðstöðu sína í Mosfellssveit, líkt og hinar meðtöldu í stað þess að umbreyta aðstöðunni í meðferð annars konar fötlunar og veikinda.  Sennilega gerir félagið það núna - verði okkur öllum að góðu. 


mbl.is Þjónusta verði ekki veitt af áhugamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerir Nató?

Fimmta greinin sem vísar til samstöðu ef ráðist er á aðildarríki getur varla náð til þess þegar aðildarríkið ræðst að fyrra bragði inní nágrannaríki - eða hvað?


mbl.is Engin „töfralausn“ við árásum Tyrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband