26.9.2014 | 16:03
Sammála AGS - nema um tvennt:
a) 21% flatur skattur er of hátt hlutfall. 17-18% væri nær lagi
b) sala á íbúðarhúsnæði á ALDREI að vera virðisaukaskattskyld
![]() |
Mælir með flötum 21% vaski |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2014 | 18:21
Aldeilis ágæt hugmynd!
Setjum á sérstakan óhóflega háan sykurskatt, þennan stórhættulega gleðigjafa.
Svo fer saltið sannanlega illa með heilsuna, bætum því við á skattlistann.
Mjöl er líka varasamt í óhófi - skattleggjum það líka.
Fleiri skattstofna má finna til viðbótar; t.d. er fitan sögð slæm fyrir hjartað.
Með þessu laginu verðum við komin með nýjan hátæknispítala áður en hendi verður veifað.
Spurning bara hvað við eigum að gera við hann þegar allir eru orðnir svona hraustir?
![]() |
Gæti borgað nýjan Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2014 | 18:02
Hverjum er ekki sama?
Fólk hendir ekki mat nema þegar því er gert að kaupa of stóra skammta í einu.
Enginn heilvita maður eyðir launum sínum að óþörfu í matvæli til þess að henda í ruslið.
Enginn framleiðandi framleiðir matvæli til þess að þeim sé hent í ruslið.
En hvað með milliliðinn; söluaðilann? Er honum sama?
![]() |
Um 1,3 milljónir tonna af mat er hent árlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |