24.8.2014 | 18:24
Mannslíf metin að verðleikum?
Hvers konar skilaboð felast í þessari aðgerð? Engu minna var til kostað en "sérbúinni flugvél breska flughersins" fyrir þetta eina mannslíf.
Gat flugherinn ekki kippt með einu eða tveimur innfæddum mannslífum í leiðinni? Þótt ekki væri nema til þess að sýnast!
![]() |
Breti greindist með ebólu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2014 | 17:13
Virðisaukaskattur - misskilin velvild?
Þessa dagana er mikið rætt um virðisaukaskattinn. Að setja á eitt VSKþrep eða a.m.k. minnka bilið milli efsta og neðsta þreps og finna skynsamlegt og hóflegt neysluþrep. VSK er nú; 7% neðra og 25,5% efra.
Það er rétt að hækkun á matarskattinum kæmi illa við - ALLA! Láglaunafólkið þó allra síst, því það hefur ekki nægan afgang af laununum sínum, hvort sem er. (En ÞAÐ ætti að vera önnur barátta!)
Jafnvel láglaunafólk þarf að kaupa hreinlætisvörur, snyrtivörur, skó, fatnað, heimilistæki, greiða síma- og rafmagnsreikninga. Sumir láglaunamenn eru jafnvel svo djarfir að eiga farskjóta, hvort sem hann er bíll eða reiðhjól.
Það má vel vera að einhvers staðar finnist manneskja sem eyðir öllu sínu í mat - en ég þori að veðja að jafnvel þeir allra fátækustu kaupi af og til sápu, sjampó, klósettpappir og hreingerningarlög.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.8.2014 | 16:45
Smitleiðir ebólu
Fólki er sagt að ekkert sé að óttast ef varast er að komast í snertingu við líkamsvessa sýkts einstaklings.
Hvað með skordýrin - flugur og flær, sem þrífast á blóði spendýra?
Þessi skordýr hafa hingað til dugað vel til útbreiðslu sjúkdóma - af hverju ekki ebólu líka?
![]() |
Ebóluviðvörun í Alicante |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2014 | 20:25
Betra seint en aldrei
- og gefur vonandi innanríkisráðherranum frið, eftir allt þrasið.
En svo er hitt nú eftir. Að sanna hver gerði hvað, hvenær og hvers vegna. Og meta glæpinn.
![]() |
Aðstoðarmaður Hönnu Birnu ákærður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |