24.8.2013 | 18:36
Rétt ákvörðun
Eignarskattur, auðlegðarskattur eða hvað þessi eftirá álagning er kölluð, er eins konar eignaupptaka.
Tekjurnar sem skapa "auðinn" á að skattleggja þegar þær falla til.
Eftir það ætti fólki að vera frjálst að spara jafnt sem eyða því sem afgangs er.
![]() |
Auðlegðarskattur ekki framlengdur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2013 | 16:54
Annað umferðaróhapp
er í gangi á Hringbraut á móts við Gamla Garð/Háskólahverfið. Sem verður sennilega ekki jafnauðleyst og þetta við Elliðaárbrúna.
Borgaryfirvöld hafa lokað akbrautinni í austurátt með því að grafa skurð yfir hana þvera. Ef að líkum lætur verður vesturakreinin einnig grafin upp, eða jafnskjótt og mokað hefur verið upp í hina.
Þetta lofar góðu fyrir væntanlega Menningarnótt - þar sem Hringbrautin breytist árlega í eitt stórt bílastæði þegar fólk ekur heim á leið úr miðbænum. Jafnvel nú, á venjulegum vinnudegi, er tvöföld bílaröðin slík að hún lokar af og til gatnamótum við Hringbrautina - líka þar sem þau eru ljósastýrð.
Umferðaróhöpp eru ekki alltaf óviljandi.
![]() |
Sæbraut seinfarin vegna óhappsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2013 | 17:56
Þessi mynd
rifjaði upp gamlar endurminningar sem tengjast því að lögregluþjónar sem fá ís séu hamingjusamir og þjónustuliprir lögregluþjónar.
Fyrir tæpum 40 árum vorum við tvenn íslensk hjónakorn akandi á tjaldferðalagi um Evrópu. Vorum síðla dags, í rökkurbyrjun, á norðurleið til baka og stefndum á tjaldstæði stutt fyrir utan Frankfurt. Þegar þangað kom fundum við ekkert tjaldstæði, keyrðum um næsta nágrenni en fundum ekkert - og áttum ekki borgarkort af Frankfurt til þess að fara á tjaldstæði þar. Sem við vissum að var í næsta nágrenni við járnbrautarstöðina í miðborginni.
En við fundum lögreglubíl, kyrrstæðan á bökkum Main. Ég skýst út með landakortið til þess að leita ráða varðandi tjaldstæðið. Hitti þá fyrir tvo lögregluþjóna í pásu, sem báðir voru að borða ís.
Þrátt fyrir truflun, voru þeir afar ljúfir, litu á landakortið, ráðguðust síðan við "stöðina" en á þessum slóðum var því miður ekki lengur neitt tjaldstæði að finna. En - svo sögðu þeir: við ætlum bara fyrst að klára ísinn og svo keyrum við á undan ykkur að næsta tjaldstæði. Sem þeir gerðu svikalaust, alla leið, því tjaldstæðið reyndist vera það í miðborginni við járnbrautarstöðina.
Ís er málið!
![]() |
Sumarið leit aðeins við aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)