Raunir garðræktandans

Fólk er hvatt til þess að nýta garðinn sinn og rækta þar grænmeti allrahanda. Mjög jákvætt og ekki aðeins fyrir útiveruna heldur líka stoltið að uppskera eftir fyrirhöfninni.

Garðræktandinn ákvað því að gera skurk í því snemma s.l. vor þar sem aðstæður leyfðu í garðinum.  Keypti verktakaþjónustu til þess að fjarlægja gamlan og úldinn jarðveg í skiptum fyrir fyrsta flokks.  Megnið af plássinu var reyndar ætlað undir kartöflur, en afgangurinn fyrir gómsætt grænmeti.

En þeim tilkostnaði var kastað á glæ.  Áður en nokkru varð potað niður í nýja jarðveginn voru nágrannakettirnir búnir að merkja svæðið sem sitt einkaklósett.

Þar með aflagði garðræktandinn allar áætlanir um grænmetisrækt, en af þrjóskunni einni saman setti hann að lokum niður þau kíló af kartöfluútsæði sem höfðu beðið nægrar spírunar.

Nágrannakettirnir eru enn að leggja til áburð, þrátt fyrir grænu kartöflugrösin.  Brjóta bara niður grösin ef þau eru fyrir "hægindunum".

Afar ólystilegt!  Hver vill rækta grænmetið sitt í kattakassanum?  Kattaeigendur?

 

 


Íslandsvinir tjá sig

Kínverski athafnarmaðurinn Huang Nubo fór ófögrum orðum um Íslendinga þegar hann ávarpaði stjórnendur og nemendur CEIBS viðskiptaskólans í Sjanghæ á dögunum. Þar sagði fjárfestirinn að Íslendingar væru veikgeðja og sjúkir.    (Vísir.is  21/7´12)

 

 Adam Aamer og Alhawari Agukourchi hafa verið hælisleitendur á Íslandi í um fjóra mánuði. Síðan þeir komu hafa þeir ítrekað reynt að koma sér af landi brott.”
Ef við fáum tækifæri munum við reyna það aftur og aftur því við viljum komast brott af þessu landi," segir Adam.

Þeim líkar ekki vistin hér á landi. 
 
"Það er bara ein hugsun sem kemst að hjá okkur.  Við þurfum að komast burt.  Hér erum við í búri.  Alveg eins og páfagaukar í búri."  segir Adam."  (Vísir.is  21/7´12)

Óvenjuleg hreinskilni og algjör óþarfi að spyrja "How-do-you-like-Iceland?"  Wink


 

 


Nubomál

Nú er Nubo kominn aftur í umræðuna.  Innanríkisráðherrann reynir að verjast þrýstingi sveitarstjórna norðaustan.  Eflaust ekki að ástæðulausu, enda stefnir í að 40 ára leigan verði 80 ára leigan.

Á núgildandi verðlagi er landleigan aðeins 24,8 milljónir á ári.   Svipað og íslenskt meðalfyrirtæki á góðum stað í höfuðborginni greiðir í dag.

Fréttablað dagsins fjallar um fjárfestingaráætlanir Nubos á Fjöllum á bls 4;  lúxushótel, golfvöllur, hestaferðir, fjallgöngur, svifdrekaflug, alvöruflugvöllur og 100  einbýlishús.   Þar er að vísu ekki minnst á sundlaugar, heita potta, tennisvelli og fleira góðgæti.  

En smáa letrið í fréttinni hefur sennilega enginn lesið nema innanríkisráðherrann:

"Huang kveðst vonast til þess að sala á einbýlishúsunum, að mestu til ríkra Kínverja, muni nægja til þess að greiða upp verkefnið".  

Það er nefnilega það!


Fordómar gagnvart íslendingum?

Hafa verið færðar sönnur á að hælisleitendum eða flóttamönnum allrahanda sé boðinn verri kostur hér á landi en annars staðar í Evrópu?

Það er vel skiljanlegt að sumir láti glepjast til þess að koma til Íslands ef  litið er á landakortið.  Þeir eru þó ekki vel upplýstir ef þeir halda að hér sé rétti stökkpallurinn vestur yfir og fyllast eðlilega gremju í garð lands og þjóðar þegar þeir uppgötva hvað þessi eyja í norðurhöfum er í rauninni afskekkt.

Viðkomandi er enginn greiði gerður með því að senda þá ekki jafnóðum til baka til Evrópu.  Og okkur er heldur enginn greiði gerður með því að halda þeim hér nauðugum - bæði hvað varðar kostnað og  orðspor.


mbl.is Fordómar gagnvart flóttamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband