30.6.2011 | 14:34
Það er vandlifað í henni veröld
- sérstaklega ef hún er innan EES samningsins.
Fyrr í vikunni birtist frétt um úrskurð ESA: "Brotið er á réttindum og skyldum vegna starfsmanna erlendra fyrirtækja" Í því tilviki var réttur starfsmannanna talinn of mikill.
Í dag önnur frétt um annan úrskurð ESA: "Brotið á farandverkamönnum"
Þar er réttur starfsmannanna talinn of lítill.
Nú hefur Ísland verið aðili að EES samningnum í um það bil 17 ár. Hvers vegna er ESA núna fyrst að úrskurða um þessi meintu brot?
22.6.2011 | 14:24
Freistingar í boði AGS
eru ómótstæðilegar - ekki síst fyrir skattaglaðan fjármálaráðherra.
Ef einhverjum dettur í hug að hið eina sanna virðisaukaskattþrep framtíðarinnar muni miðast við núverandi matar-, hitaveitu- og bókaskattþrep; 7%, þá þarf viðkomandi að hugsa sig um tvisvar. Öllu líklegra er nefnilega að skatturinn verði hífður upp í núverandi 25,5% skattþrep og þannig samræmdur af öllum vörum og þjónustu.
Svo má ekki gleyma hagsmunum ESB, því eftir (hugsanlega) ESB-aðild reiknast ákveðið hlutfall af virðisaukaskatti í landinu sem hluti af árlegu aðildargjaldi.
![]() |
Matarskattur til skoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.6.2011 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.6.2011 | 15:51
Tvískinnungur
Ekki má neyða hollenska einkabanka til eins né neins.
Hefur seðlabankastjóranum þá ekki dottið í hug að láta hollenska þingið setja lög sem skikkar hollenskan almúga til þess að leggja til björgunarféð?
Svona "à la Icesave"
![]() |
Bankar verði ekki neyddir til björgunaraðgerða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2011 | 13:54
Rólegan æsing
Afstaða ESA var ljós löngu fyrir seinna NEI-ið og líka það að dómstólaleiðin væri eina rétta leiðin.
Það sem kemur á óvart er að ESA stofnunin ætlar sjálf að kæra til EFTA dómstólsins. Er það "ethical"?
Vonandi fara íslensk stjórnvöld þó ekki á límingunum við þessar fréttir. Næsta skref er að hefja undirbúning á dómsvörninni.
![]() |
Þriggja mánaða Icesave-frestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2011 | 13:56
Aðeins sanngjarnt að sleppa sumarþingi þetta árið
... og svo má bæta þingliðinu upp sumarþingin undanfarin ár og gefa þeim frí frá haust- og vetrarþingum næstu tvö árin. Fordæmi eru fyrir því í atvinnulífinu að yfirvinna er greidd með frídögum. Því ekki á Alþingi líka?
Við kjósendur sjáum ekkert athugavert við þá tilhögun.
![]() |
„Held að menn séu búnir að fá nóg af sumarþingum“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2011 | 16:38
Ótrúlegt verð - ótrúleg þjónusta
Flugvél á "vegum" Iceland Express lendir í fyrsta sinn í Boston - og er að meira segja á áætlun. Undur og stórmerki.
Minna er því hampað að á sama tíma er IE með samning við ónefnda ferðaskrifstofu um að skaffa flugvél til Tenerife í dag, með margra mánaða fyrirvara. Áætluð brottför var kl. 07:10 í morgun - en hefur verið frestað til kl. 23:50 í kvöld.
Þar er einn tapaður (rándýr) orlofsdagur fyrir allar þær fjölskyldur sem enn bíða eftir að komast í fríið sitt.
* Nýjustu fréttir af ferðalöngum (sem hafa beðið í Leifsstöð síðan í morgun) herma að nú hafi Spánarfarar fengið hótelmiða í Keflavík, því líklega munu þeir ekki fá flugfarkost fyrr en einhvern tíma í nótt - í besta falli.
![]() |
Iceland Express til Boston |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)