19.2.2016 | 12:37
Auðvelt að varast
svona uppákomur með því að skila sjálfur álestrartölunum rafrænt - eins og a.m.k. Orkuveita Reykjavíkur býður sínum viðskiptavinum. Þá þarf ekki að opna fyrir óboðnum gestum sem kynna sig á fölskum forsendum í þessu skyni.
En einn er þó laus endinn; þegar starfsmaður frá OR bankar uppá til þess að spyrjast fyrir um nágranna, sem nýtir sér væntanlega ekki þá þjónustu. Slíkt ætti heldur ekki að líðast.
![]() |
Lögreglu borist ábendingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2016 | 14:47
Börn - eða unglingar?
Ég þekki það af eigin reynslu að börn 12 ára og yngri fá ekki að ferðast ein með flugi. Það þarf að merkja börnin sérstaklega og forsvarsmaður ber ábyrgð á því að einhver í áhöfn ásamt einhverjum í "landi" tekur við barninu á brottfararstað og skilar því af sér á áfangastað.
Þessi umræddu börn hljóta því að vera unglingar, líklega ekki yngri en 15 ára og líta jafnvel út fyrir að vera eldri. Unglingarnir þurfa ekki leikfangakassa eins og litlu börnin heldur allt aðra meðhöndlun og móttöku. Enda oft með lífsreynslu á við fullorðna.
Kerfið þarf greinilega að endurhanna eftir þörfum þessa sérstaka hóps!
![]() |
Ætti ekki að vera okkur ofviða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2016 | 16:50
Óskhyggjan túlkar fréttatextann
Mislas fyrst svo: "mönnunum hefur síðan verið vísað úr landi", en þarna er reyndar skrifað "mönnunum hefur síðan verið sleppt úr haldi".
Auðvitað þurfa þessir menn að fá fleiri tækifæri til þess að gera upp sín mál. Enda fylgir líka að lögreglan sé óvön því að fást við það sem hún kallar "slagsmál milli fullorðinna manna".
Er ekki ástæða til þess að lögreglan fari nú í slagsmálaendurhæfingu og saksóknari með? Næsta frétt af gæti þá hugsanlega verið í takt við væntingar!
![]() |
Kveikjan að slagsmálunum óþekkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |