22.10.2014 | 12:07
Hin hliðin á Evrunni - sem enginn ræðir
Nú er ég nýkomin frá Þýskalandi og keypti þar hlut sem kostaði mig 179.95 þýskar evrur.
En á merkimiðanum eru 4 aðrar verðupphæðir - allt eftir því hvaðan evran kemur.
189 austurrískar og hollenskar evrur hefði hluturinn kostað,
203 belgískar og luxembourgiskar evrur
211 spánskar og portugalskar evrur
225 grískar evrur
Hvernig yrði gengið á íslenskri evru?
7.10.2014 | 17:21
Ein kona hér - önnur þar
Af hverju sameinast ekki hjálparsamtök og semja við eitt sjúkrahús á vesturlöndum um að taka við og sinna öllu sínu fólki sem smitast við hjálparstörf?
Er eitthvað vit í því að dreifa einum og einum út og suður um heiminn?
![]() |
Konan komin til Osló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2014 | 15:57
Ástæða er til
því þetta alræmda lekamál er orðinn hreinn farsi.
Ef viðkomandi blaðamenn hafa notið lekans er afskaplega ólíklegt að þeir svíki þann sem lak.
Þar af leiðir að fróðlegt verður að vita af hverju þeim þótti ástæða til þess að benda á annan/aðra "leka"dólga en þeirra eigin?
Síðan er nú hitt; tilefnið til lekans virðist hafa verið orðið á of margra vitorði - áður en því var lekið...
![]() |
Þórey stefnir blaðamönnum DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |